Knorr kemur með góða bragðið

Fljótlegt, fjölbreytt og næringarríkt

Heimili

„Hjá okkur er oft lítill tími til að elda. Með Knorr spörum við tíma og fyrirhöfn en máltíðin verður samt alltaf næringarrík og bragðgóð.“

Sylvía Briem Friðjónsdóttir, athafnakona

Veitingastaðir

„Við notum soðið frá Knorr til að bragðbæta sósurnar okkar og má kannski segja að það sé leynikryddið á bak við vinsælustu réttina okkar.“

Ari Freyr Valdimarsson, eigandi Matarkjallarans

Stóreldhús

Þegar margir eru í mat er gott að geta einfaldað matreiðsluna eins og hægt er án þess að gefa afslátt af gæðunum eða góða bragðinu.

Uppskrift vikunnar

Gæðahráefni

Hráefnin sem notuð eru í vörurnar frá Knorr koma úr sjálfbærri ræktun þar sem áhersla er lögð á ábyrgar framleiðsluaðferðir og umhyggja er borin fyrir umhverfinu. Góða bragðið kemur frá náttúrunni.

Okkar markmið

Við hjá Knorr trúum því að heilsusamleg, næringarrík fæða eigi að vera aðgengileg og á viðráðanlegu verði fyrir alla neytendur. Vegferð okkar miðar að því að tryggja Íslendingum hollar, bragðgóðar og nærringarríkar máltíðir sem þeim líður vel með að versla, matreiða og borða.
Hvort sem það er að bjóða upp á hágæðavörur til að bragðbæta mat sem eldaður er frá grunni eða einfalda rétti sem auðvelt er að útbúa, þá er stefna Knorr að búa til góðan mat aðgengilegan öllum.