Skerðu allt grænmetið í jafn stóra teninga og hakkaðu hvítlauk.
Veltu kjötteningunum upp úr hveiti, sinnepi, salti og pipar.
Helltu helmingnum af olíunni í pott og hitaðu hana. Steiktu kjötið þar til það verður fallega gullinbrúnt. Settu það á disk.
Settu afganginn af olíunni út í pottinn ásamt grænmeti, hvítlauk og kryddjurtum og steiktu í 5 mín.
Settu kjötið aftur út í pottinn ásamt tómötum, baunum og kjötsoði.
Láttu suðuna koma upp og lækkaðu síðan hitann. Láttu réttinn malla í 1,5 klst. eða þar til kjötið er orðið meyrt.