Hitaðu ólífuolíu á pönnu og steiktu lauk, kjúklingastrimla, spergilkál og sveppi þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Bættu matreiðslurjóma og kjúklingateningi saman við. Láttu réttinn malla á vægum hita og hrærðu af og til.
Sjóddu pasta skv. leiðbeiningum á pakka og settu örlitla ólífuolíu út í vatnið. Þegar pastað er fullsoðið, settu það út á pönnuna með töng. Ekki hella vatninu frá, því svolítið pastasoð gefur sósunni bragð.
Hækkaðu hitann og hrærðu vel þar til pastað hefur blandast sósunni almennilega.
Bættu osti saman við og hrærðu duglega. Ef þér finnst sósan vera of þykk getur þú bætt við meiru pastasoði.
Settu hæfilegan skammt á hvern disk, stráðu hakkaðri steinselju yfir ef vill og kryddaðu með pipar. Berðu fram samstundis.